Let’s Roll!
Ógleymanleg Upplifun
Við bjóðum upp á ógleymanlega upplifun fyrir starfsmannahópinn, vinahópinn eða fjölskylduna. Hópefli, óvissuferðir og rafhjólaleiga til að rúlla um borgina á eigin vegum.
HÓPEFLI
RAFHJÓLALEIGA
Leigðu eitt af flottustu rafhjólum landsins og rúllaðu um borgina með stæl. Það er einstök upplifun að sjá borgina á rafhjóli, og vekja athygli vegfarenda hvar sem er. Fullkomin skemmtun fyrir vinahópinn, fjölskylduna eða fyrsta deitið.
HÓPEFLI - LEIKIR OG SKEMMTUN
Hópefli með rafhjólunum okkar er snilld! Rafhjólin henta öllum aldurshópum, og er virkilega auðvelt að hjóla á þeim. Nokkrir valmöguleikar í boði, sem henta fyrir hópinn þinn. Ratleikir - þrautir - hóprúntur - matarupplifanir
ÖRUGG RAFHJÓL
Rafhjólin okkar eru splunkuný og örugg í akstri. Þau ná 25 kílómetra hraða og þarf því ekki ökuréttindi til að aka þeim. Þau eru leyfileg á hjólastígum, götum með 50 km hámarkshraða eða minna, og á göngustígum ef ekið er á gönguhraða. Ef þú kannt að hjóla á reiðhjóli, þá getur þú hjólað á okkar hjólum. Hjálmur fylgir með hverju hjóli.