Rafhjólaleiga
RAFHJÓLALEIGA
- Leigðu rafhjól
- 1-8 tímar
- 1 - 10 manns
Upplifðu Reykjavík á rafhjóli
Rúntaðu um bæinn á flottustu rafhjólum landsins! Hvort sem þú ert með vinum, vinnufélögum eða á fyrsta deiti, þá er þetta ávísun á fyrsta flokks upplifun. Engin ökuréttindi nauðsynleg svo allir 18 ára og eldri geta smellt á sig hjálminum og byrjað að rúnta. Við leiðbeinum ykkur áður en þið leggið af stað, en ef þú kannt að hjóla á reiðhjóli, þá verður þetta ekkert mál. Rafhjólin eru í flokki létts bifhjóls í flokki I, sem þýðir að aka megi á þeim á göngustígum, hjólastígum og götum með lágum hámarkshraða. Við bendum á að halda hraðanum í skefjum á göngustígum með gangandi umferð. Hjálmar og hanskar fylgja með hverri leigu.
Nútímaleg rafhjól
Rafhjólin okkar, stundum kölluð rafvespur, eru fyrsta flokks. Þau eru með virkilega breiðum dekkjum sem auðvelda þér að halda jafnvægi, jafnvel á lágum hraða. Þau komast upp í 25 kílómetra hraða, og geta því flestir auðveldlega hjólað á þeim.
Öryggið á hausinn
Öllum leigum fylgir hjálmur. Þú mátt líka alveg koma með þinn eigin hjálm ef þú vilt, þú ræður. Hjálmarnir okkar eru allir viðurkenndir og eru í nokkrum stærðum.
Stutt eða langt?
Þú ræður hversu lengi þú rúllar hjá okkur, allt frá klukkutíma upp í heilan dag. Rafhjólin okkar eru uppgefin með drægni allt að 50 kílómetrum, svo þú getir rúllað og rúllað og rúllað og rúllað...
Rigning eða sól?
Við erum sammála þér, það er skemmtilegra að vera úti í sólinni. En við skulum vera raunsæ, við búum á Íslandi. Rigning er einfaldlega hluti af lífinu. Klæðum okkur eftir veðri og við lofum því að það er líka geggjað að rúlla um í rigningu.
frá 4.990 kr.
Ertu með spurningu?
Sendu á okkur línu og við svörum þér asap!